Bænir fyrir hvern dag vikunnar

Amen.is býður þér að taka þátt í og upplifa fjölbreytt kristið bænahald. Hvort sem þú vilt hvíla í náð og kyrrð, vera með í tíðasöng eða biðja með börnunum þínum eða barnabörnum, þá getur Amen.is hjálpað.

Bænir fyrir hvern dag vikunnar

Amen.is býður þér að taka þátt í og upplifa fjölbreytt kristið bænahald. Hvort sem þú vilt hvíla í náð og kyrrð, vera með í tíðasöng eða biðja með börnunum þínum eða barnabörnum, þá getur Amen.is hjálpað.

Af hverju að biðja?

Bæn er máttur í magnþrota höndum.

Bæn er tækifæri til samfélags við æðri mátt, við Guð. Í bænagjörð gefst okkur færi á því að orða hugsanir okkar, áhyggjur, gleði og þakklæti frammi fyrir skapara alls sem er. Bænin gefur okkur kjark og styrk til að gangast við því hver við erum og sjá okkur sjálf í augum Guðs sem huggar, fyrirgefur og nærir. Pál postuli skrifaði:

Verið ávallt glöð í Drottni. Ég segi aftur: Verið glöð. Ljúflyndi ykkar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu ykkar og hugsanir ykkar í Kristi Jesú. (Fil 4.4-7)

Það er í fullvissu þess að orð Páls eru sönn að Amen.is bíður þér að taka þátt í fjölbreyttu og nærandi bænahaldi.

Kvöldbænir barna

01

MIkilvæg OG INNIHALDSRÍK TRÚARHEFÐ

Að biðja með börnum opnar þeim veröld friðar, kyrrðar og kærleika sem getur fylgt þeim allt lífið.

Tíðasöngur að kvöldi

02

HÁTÍÐLEGT OG RÓANDI

Tíðasöngur er guðsþjónustuform þar sem textar Biblíunnar eru sungnir og íhugaðir í bæn og lofgjörð til Drottins.

„Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða.“

Lúkasarguðspjall 11.9

Bænastundir

03

EINFALDLEIKi og einlægni

Einfaldar stundir með tónlist, biblíulestri, hugleiðingu og bæn.

Biblíuleg íhugun

04

FINNDU JAFNVÆGI

Gefðu þér tíma til að hlusta á orð Guðs, hugleiða textann, upplifa eigin viðbrögð og hvíla í trausti til Guðs sem talar til okkar.

Kristileg íhugun

05

LEITAÐU FRIÐAR GUÐS

Leiddar íhuganir þar sem ímyndunaraflið er virkjað um leið og stigið er inn Guðs frið og nærveru.

„…ég vil syngja um mátt þinn, fagna yfir náð þinni á hverjum morgni…“

Sálmur 59.17

Tíðasöngur að morgni

06

BYRJAÐU DAGINN RÉTT

Tíðasöngur er guðsþjónustuform þar sem textar Biblíunnar eru sungnir og íhugaðir í bæn og lofgjörð til Drottins.

Bænagjörð

07

Hátíðlegt

Það sem við köllum hér bænagjörð er samvera byggð á klassískri guðsþjónustuhefð.