Hvaða persónugögnum safnar þessi vefsíða og hvers vegna?

Hverjum deilum við gögnunum með?

Við deilum ekki persónugreinanlegum gögnum á vefsíðunni með neinum öðrum. Sjá þó hér að neðan um fyrirbænarefni.

Fyrirbænir

Þegar notendur síðunnar senda inn fyrirbænarefni, þá er það sent í gegnum tölvupóst til umsjónarfólks síðunnar. Fyrirbænarefnin eru síðan send áfram til bænahópa, presta og djákna.

Efni af öðrum síðum

Síðan er tengd við efni af öðrum vefsíðum. Tengt efni frá öðrum síðum hegðar sér að jafnaði alveg eins og notandi hafi heimsótt þá síðu. Sumar síður gætu safnað gögnum um þig, notað vefkökur eða notað eftirlitsbúnað ef þú ert skráð/ur inn á þær síður.

Umferð og greining gagna

Við notum greiningartæki til að fylgjast með síðunni. Gögnin sem eru tekin saman eru ekki persónugreinanleg og við notum þau til að greina notkun síðunnar, til að bæta upplifun notenda og eins notum við gögnin við skýrslugerð og þróun kynningarefnis. Ekkert af þeim gögnum eru persónugreinanleg.

Hversu lengi geymum við gögn?

Ópersónugreinanleg gögn um umferð á síðunni eru geymd um ótakmarkaðan tíma. Öllum persónulegum gögnum er eytt strax og notkun þeirra er lokið. Ef notendur skrá sig inn á vefsíðuna, þá geymum við þau gögn sem notendur skrá sjálfir inn, þar til þeir eyða gögnum sínum eða óska eftir að þeim verði eytt. Notendur hafa aðgang til að sjá, breyta og eyða notendagögnum sem þeir skrá sjálfir í kerfið. Vefumsjónaraðilar geta einnig breytt og/eða eytt þeim gögnum.

Réttur þinn til gagna

Ef notendur skrá sig inn á vefsíðuna, geta þeir óskað eftir að fá afrit persónulegum gögnum af síðunni. Eins geta notendur óskað eftir að öllum persónugreinanlegum gögnum sé eytt. Það á þó ekki við um gögn sem við þurfum að halda til haga sem bókhaldsgögnum, af öryggisástæðum eða vegna lagaákvæða.