Að biðja saman

Biðja, njóta og fræða

Mikill fjöldi fólks kom að gerð bænabókarinnar á Amen.is undir leiðsögn séra Grétars Halldórs Gunnarssonar. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um þau sem komu að gerð þessa verkefnis. Verkefnið var styrkt af Kirkjuráði.

Þátttakendur í verkefninu

Kvöldbænir barna

Agnes Elín Davíðsdóttir, Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Eyrún Birna Davíðsdóttir og Helgi Gunnar V. Grétarsson fluttu. Barnasálmar af geisladisknum „Sungið af gleði“ með leyfi Skálholtsútgáfu. Biblíusögur úr „Biblía barnsins“ með leyfi Skálholtsútgáfu.

Biblíuleg íhugun

Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Grétar Halldór Gunnarsson fluttu. Biblíutextar úr Biblíunni (2007).

Bænagjörð

Arna Ýrr Sigurðardóttir, Elínborg Sturludóttir, Sveinn Valgeirsson og Grétar Halldór Gunnarsson fluttu. Handrit eftir Karl Sigurbjörnsson á grundvelli bænabókar hans (2006) með leyfi höfundar. Sálmar af „Sálmar í gleði“ (2002) og „Sálmar á nýrri öld“ (2019) sungið af Mótettukór Hallgrímskirkju og birt með leyfi. Upptökur af kirkjuklukkum birtar með leyfi Guðmundar Karls Einarssonar.

Bænastundir

Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og Grétar Halldór Gunnarsson fluttu. Hugleiðingar lesnar af Petrínu eru eftir hana sjálfa (úr bókinni „Salt og Hunang“, 2016). Tónlist flutt af Gospeltónum annarsvegar og Regínu Ósk hinsvegar, birt með leyfi.

Kristileg íhugun

Sigríður Hrönn Sigurðardóttir annaðist flutning, handrit eftir hana sjálfa. Af disknum „Griðastaður“ (2013). Birt með leyfi.

Tíðasöngur

Benedikt Kristjánsson og Kristján Valur Ingólfsson fluttu.  Upptökur frá Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, Margréti Bóasdóttur. Handrit tekin saman af Róberti Abraham Ottósyni og Glúmi Gylfasyni.

Tíðasöngur kvölds og morgna (eldri upptökur)

Flóki Kristinsson, Grétar Halldór Gunnarsson, Haraldur Sigurðsson, Kristján Valur Ingólfsson, Sveinn Valgeirsson og Valgeir Ástráðsson fluttu. Handrit samkvæmt „Íslenskur tíðasöngur“ (1963/71/92), tekið saman af Róberti Abraham Ottósyni og Sigurði Pálssyni.

Hljóðvinnsla og ljósmyndir

Markús Hjaltason annaðist hljóðupptökur og hljóðvinnslu á helgihaldi og bænum. Birgir Ísleifur Gunnarsson tók ljósmyndir á síðunni.

Vefhönnun og forritun

Halldór Elías Guðmundsson sá um hönnun, vefforritun, myndbandavinnslu og aðstoðaði við textagerð. Einkennismerki (logo) síðunnar byggir á hönnun frá Zsuzsanna á Adobe Stock (Extended License).

Ritstjóri og ábyrgðarmaður

Séra Grétar Halldór Gunnarsson er ábyrgðarmaður og ritstjóri Amen.is, ásamt því að hafa unnið hugmyndavinnuna að síðunni.

Sérstakar þakkir

Gert með styrk frá Kirkjuráði og stuðningi og hvatningu Biskupsstofu. Sérstakar þakkir fær Jakob Kristjánsson fyrir afnot af léninu Amen.is.